6.9.2007 | 21:50
Mín skoðun
Magga Ö bloggaði um þessa frétt og skoðun hennar var sú að það ætti að hætta að busa nýnema.
Persónulega finnst mér ekkert að því að busa nýnema! ég man vel eftir því þegar ég var busuð og eins og tíðkast þá vorum við látin éta eitthvað ógeð. Sem virkilega klígjugjörn manneskja var ég næstum búin að æla á sviðið í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands og fékk því að sleppa við að borða ógeðið Ég hef líka trú á því að busaböðlarnir séu ekki svo grimmir að þeir bókstaflega píni ógeðið ofan í fólk... ég að minnsta kosti vona ekki Að mínu mati sem fyrverandi busa eru þessar busavígslur til að þjappa hópnum saman, það var til dæmis mjög algengt að busaeigendur buðu busum sínum í partý fyrir busaballið svona til að bæta fyrir alla niðurlæginguna sem busarnir voru látnir ganga í gegnum og þess vegna er það mín skoðun að það ætti alls ekki að hætta með busavígslur... þær eru partur af programmet og ef rétt er staðið að hlutunum þá er þetta skemmtileg leið til að bjóða nýnema velkomna í hópinn
Busaböðlar í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla ekki að tjá mig um busavígslur en ég er enn að vinna í Nóa og svo er ég að rembast við að taka læknaritarann í fjarnámi.
Hey já Dr. House er líka einn af mínum uppáhaldsþáttum.
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:23
Heyr heyr Sigga ég er alveg sammála þér held að það sé í lagi að pína þessi kvikindi aðeins það var gert við mig allavega :)
Þóranna (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.