Helgin

Ég var eiginlega búin að gleyma því að ég er með bloggsíðuBlush

Helgin var æðisleg, löng helgi svo við fórum suður á fimmtudaginn og heim aftur á mánudaginnSmile 

Aðalástæðan fyrir suður-ferðinni var að sjálfsögðu mega partý hjá henni Sæunni fjarnema sem var haldið á föstudagskvöldið á gamla hervellinumTounge Skemmtilegt að segja frá því að þegar við mætum þá kemst það upp að Sæunn og Eiríkur minn voru saman í bekk í gamla dagaTounge Að sjálfsögðu er ég búin að lofa Guðbjörgu að finna gamlar bekkjarmyndir af Sæunni. Svo getur Guðbjörg líka líka fegnið að sjá myndir af Hafsteini sem mér skilst að Sæunn hafi verið skotin í LoL

Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í mat hjá henni Veigu minni og fjölskylduSmile Rosalega góður matur, æðislegur félagskapur, góðir drykkir og æsispennandi borðspil, blanda sem að getur ekki klikkaðSmile 

Ég náði að hitta næstum alla um helgina, mismikið þó... hefði þurft nokkra daga í viðbótWoundering Ferðin heim var ekki alveg jafn skemmtileg því það var snjókoma og litla bílaleigu dósin var á sumardekkjumShocking en við komumst heim á endanumSmile og vonandi erum við að fara að kaupa almennilegan bíl á eftirGrin

Jæja þá er mínu vikulega bloggi lokið, vona að Guðbjörg hætti þessu tuði svo ég geti gleymt þessari blessuðu bloggsíðu minniLoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki séns múhahaha

Tuðbjörg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:23

2 identicon

Myndir schmyndir! 

Btw...allar stelpurnar voru skotnar í Hafsteini.  It was the law.  Og ekki orð um það meir...

Sæunn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:24

3 identicon

Þú verður að fara blogga meira en bara einu sinni í viku...hvað á ég að gera í tíma annað en að skoða blogg hjá fólki.

Bylgjan (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:08

4 identicon

Ég fékk nú ekkert að sjá þig um helgina.

Þú bætir það bara næst. En takk æðislega fyrir sendinguna. Kemur sér rosalega vel.

Bkv frá Þorlákshöfn

Gyða Steina (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband