11.10.2007 | 08:57
Bloggedíblogg
Ætli það sé ekki best að að blogga smá
Fjarnemarnir eru komnir á Akureyri... það verður sko stuð um helgina Út að borða og bjór í kvöld,- vísindaferð, pizza, bjór, bjór og svo meiri bjór á föstudagskvöldið og ávaxtahlaðborð og bjór á laugardagskvöldið úff hvað það er gaman að vera háskólanemi
Þrátt fyrir allan bjórinn þá er nú varla að ég þori að drekka... búin að vera reyklaus í viku og er dauðhrædd um að falla ef ég fæ mér bjór
Í næstu viku er verkefnavika í skólanum sem þýðir að það eru ekki neinar kennslustundir En að sjálfsögðu verð ég mjög dugleg að læra alla dagana og eftir miklar vangaveltur þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er alveg hægt að læra fyrir sunnan Ég held að Dísa systir sé í helgarfríi helgina 19-21 okt og Anna Helga systir var eitthvað að tala um að bjóða mér í mat næst þegar ég kem
Mæli með að þið kíkjið á http://www.jax.blog.is/blog/jax/ snilldar færsla um eiginkonuforrit
Athugasemdir
Hæ sætust.
Ertu búin að vera reyklaus í viku? Stolt af þér :)
Svo ef þú ætlar að koma suður þá pant hitta þig, ég segist bara vera að hjálpa þér með lærdóminn ;)
Luvs...
Inga Sif (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:29
Halló skvísa.
Til lukku með Reyklausu vikuna.
20 okt er Reiðhallarball. Það væri geggjað að þú myndir koma, og við mundum skella okkur í mömmuhitting með mat og fara svo öll á ball.
Stórt knús
bkv Gyða Steina
Gyða Steina (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:31
hei ég og Sjöfn erum að vinna :(
DJAMM Í KVÖLD :)
Heba (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.