12.12.2007 | 11:47
Stress 5
Síðasta prófið byrjar eftir rúmar 2 klukkustundir!!! sem þýðir að í síðasta lagi klukkan 17 í dag þá er ég komin í jólafrí!!! Úff hvað það verður geggjað ég þarf reyndar að fara að læra aftur bráðum... lítur fyrir að ég verði að taka 2 janúarpróf engar einkunnir komnar en mér gekk illa í 2 prófum sem ég ætla að rúlla upp í janúar
Ég ætla að kaupa jólakort og byrja að skrifa, skipuleggja jólagjafirnar, taka alla íbúðina í gegn og njóta þess að knúsa fallegu Alrúnu mína vá hvað ég er búin að sakna þess að kúra með henni, kubba og lita, lesa Einar Áskel 100 sinnum og klæða dúkkurnar
Hvað langar ykkur í í jólagjöf??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.