20.1.2008 | 00:40
Brúðguminn...
... er fín mynd var að koma úr bíó þar sem ég sá Brúðgumann og ég mæli með henni.... ekkert besta íslenska myndin sem ég hef séð en brandararnir voru virkilega góðir
Mútta er í heimsókn, hún búin að vinna fyrir matnum sínum... hún stytti 2 stofugardínur í dag og 2 á morgun og þar sem að saumavélin sem hún G lánaði mér virkar ekki þá er mútta búin að gera þetta bara með nál og tvinna Alrún sér ekki sólina fyrir ömmu gömlu og ég fékk að sofa út í morgun, algjör lúxus að fá múttu í heimsókn
Skólinn er byrjaður aftur og það er mikið meira en nóg að gera... mikil stærðfræði þessa önn og kannski ekkert bestu kennararnir svo þetta verður mikið sjálfsnám
Kallinn er í sjúkraþjálfun á hverjum degi, það er verið að reyna að rétta úr handleggnum og það gengur hægt en örugglega góðir hlutir gerast hægt! svo á hann Eiríkur minn afmæli bráðum og ég hef ekki hugmynd um það hvað ég á að gefa kallinum í afmælisgjöf... einhverjar hugmyndir??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.