Brúðguminn...

... er fín myndSmile var að koma úr bíó þar sem ég sá Brúðgumann og ég mæli með henni.... ekkert besta íslenska myndin sem ég hef séð en brandararnir voru virkilega góðirGrin 

Mútta er í heimsókn, hún búin að vinna fyrir matnum sínum... hún stytti 2 stofugardínur í dag og 2 á morgunHappy og þar sem að saumavélin sem hún G lánaði mér virkar ekki þá er mútta búin að gera þetta bara með nál og tvinnaTounge Alrún sér ekki sólina fyrir ömmu gömlu og ég fékk að sofa út í morgun, algjör lúxus að fá múttu í heimsóknSmile 

Skólinn er byrjaður aftur og það er mikið meira en nóg að gera... mikil stærðfræði þessa önn og kannski ekkert bestu kennararnir svo þetta verður mikið sjálfsnámWoundering

Kallinn er í sjúkraþjálfun á hverjum degi, það er verið að reyna að rétta úr handleggnum og það gengur hægt en örugglegaSmile góðir hlutir gerast hægt!Wink svo á hann Eiríkur minn afmæli bráðum og ég hef ekki hugmynd um það hvað ég á að gefa kallinum í afmælisgjöf... einhverjar hugmyndir??Tounge


Búmbúm

Jibbý, það lítur út fyrir að Eiríkur verði útskrifaður á gamlársdag og þá ætlum við að fljúga suður og eyða áramótunum í Þorlákshöfn Reiknum með að verða í tæpa viku en þar sem ég féll í 2 fögum þá þarf ég að læra megnið af tímanum  Það verður samt ofsa gott að komast aðeins suður, kíkja í kaffi til Veigu og jafnvel drekka bjór með tengdó

Fórum með Alrúnu niðreftir í gær til að sjá flugeldasýninguna og hún var ekkert smá spennt... vildi alls ekki hanga inni í bíl, betra útsýni úti og þegar sýningin var búin þá heimtaði hún að pabbi færi í búðina og keypti meira búmbúm


Gleðileg Jól

Þetta verða skrítin jól, Eiríkur er ennþá á sjúkrahúsinu en hann fær að koma heim í mat og opna pakkana með okkur mæðgum. Ég er búin að næstum öllu sem ég ætla að gera... jólabaðið, smá tiltekt og svo elda jólamatinn og þá meiga jólin komaSmile 

svo er smá afmæliskveðja:
Elsku Jóhann, innilega til hamingju með afmælið.
Þín vinkona Alrún Elín´

Það er fallegt jólaveður á Akureyri, rólegt og gott veður og það snjóaði meira að segja smá í gærkvöldi svo það er allt hvítt hérna uppfráSmile


Engin jólakort þetta árið

Alvarlegt vinnuslys á Ólafsfirði

Alvarlegt vinnuslys varð í Ólafsfirði laust fyrir klukkan 18:00 12 desember. Verið var að vinna við áfyllingu steypubifreiðar við steypustöð BM Vallár er maður lenti með vinstri handlegg í tromlu bifreiðarinnar. Slasaðist maðurinn alvarlega á handleggnum og var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Þetta er hann Eiríkur minn. Hann er ennþá á sjúkrahúsi og það lítur út fyrir að við munum eyða jólunum hér fyrir norðan. Aðgerðin tókst vel og þeir löguðu það sem hægt var og svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvert framhaldið verður.


Stress 5

Síðasta prófið byrjar eftir rúmar 2 klukkustundir!!! sem þýðir að í síðasta lagi klukkan 17 í dag þá er ég komin í jólafrí!!! Úff hvað það verður geggjaðGrin ég þarf reyndar að fara að læra aftur bráðum... lítur fyrir að ég verði að taka 2 janúarprófPinch engar einkunnir komnar en mér gekk illa í 2 prófum sem ég ætla að rúlla upp í janúarWoundering 

Ég ætla að kaupa jólakort og byrja að skrifa, skipuleggja jólagjafirnar, taka alla íbúðina í gegn og njóta þess að knúsa fallegu Alrúnu mínaGrin vá hvað ég er búin að sakna þess að kúra með henni, kubba og lita, lesa Einar Áskel 100 sinnum og klæða dúkkurnarTounge 

Hvað langar ykkur í í jólagjöf??


Stress 4

Gæðastjórnunarprófið á föstudaginn gekk vel en ég er nokk viss um að ég muni ekki geta sagt það sama um prófið á morgunWoundering Tölfræðileg greining er erfiðari en hún hljómar og þó ég sé búin að sitja með sveittan skallann alla helgina þá er ég ekki 100% fyrir þetta prófPinch Vona bara að kennarinn lesi bloggið mitt og ákveði að verða góðhjartaður á morgun... eða reyndar eftir tæpar 8klstTounge


Stress 3

Próf númer 3 er á morgun/í dag og það er vonandi að ég verði orðin sérfræðingur í gæðastjórnun klukkan 9 í fyrramálið.... ég hef ennþá rúmar 6klst til að læraTounge Fjármálaprófið á miðvikudaginn fór ekki alveg nógu vel og það eru allir ósáttir yfir prófinu, lítur út fyrir að það verði mikið fall í árAngry 

Ég er búin að lesa í allan dag um Deming og Just in time og ef kennarinn spyr réttu spurningana á morgun þá er ég í góðum málumTounge


stress 2

Miklu meira stress núna en síðast og ég hef sko miklu minni tíma til að blogga núna en síðastTounge 

Fjármálapróf á morgun og ég er með rosalega stóran hnút í maganum en það er víst mjög mikilvægt fyrir viðskiptafræðinga að geta reiknað EBITDA og DSO svo það er best að halda áfram að læraWink 

Bara 8 dagar í mánaðarjólafríið mitt!!!Grin


Stress

Fyrsta prófið á mánudaginn og ég hef sko engann tíma til að bloggaTounge 

Var að koma úr afmælisskemmtun í leikskólanum hennar Alrúnar, það var æðiSmile Krakkarnir á deildinni sungu og svo fengum við mjólk og smákökurSmile Alrún er eins og herforingi og vill stjórna krökkunum í dúkkuleik... veit ekki alveg hvaðan hún fær þessa stjórnsemiWhistling

Stjórnunarpróf á mánudaginn... við G erum búnar að skila síðasta verkefninu og þá er það bara að læra fyrir blessuðu prófinPinch 

Allt hvítt hérna... mér finnst snjórinn á Akureyri miklu skemmtilegri heldur en grámyglan fyrir sunnanSmile ætla nú samt að fljúga suður í fyrramálið og skoða grámygluna í smá stundSmile


Þetta er svo stolið!!

 

Súkkulaði eða kynlíf?


1. Þú getur fengið súkkulaði.

2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.

3. Súkkulaði fullnægir meira að segja þegar það er orðið mjúkt.

4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.

5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.

6. Þú getur fengið þér súkkulaði meira að segja fyrir framan mömmu þína.

7. Ef þú bítur fast í hneturnar þá kvartar súkkulaðið ekki.

8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði án þess að vera kölluð klúrum nöfnum.

9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.

10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélugunum í uppnám.

11. Þú getur beðið ókunnugan um súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera löðrungaður.

12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.

13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.

14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.

15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.

16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.

17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.

18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.

19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband