Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2007 | 09:46
...
Eftir tæpan mánuð þá verð ég komin í jólafrí!!! og ég hlakka svo til!!
Sit núna í tíma í stjórnun, það er frekar léleg mæting svona í morgunsárið reikna samt ekkert með betri mætingu eftir hádegi þegar Helgi Bergs ætlar að kenna okkur allt um Þjóðhagfræði það er kennt þessa viku og næstu og svo er farið í prófundirbúning
Kallinn plataði mig til að horfa á Mr. Beans holiday í gær... vægast sagt hræðileg mynd, held ég hafi náð að hlæja einu sinni en restina af myndinni þá leið mér eiginlega bara illa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 11:39
Mont
Er kannski asnalegt að setja vísu eftir pabba sinn inn á veraldarvefinn? jæja ég ætla nú samt að gera það... það er ekki á hverjum degi sem maður les vísur eftir pabba sinn í DV
Eitt er víst, að Flosa finnst
feikilega gaman
Að gera sem allra, allra minnst
alveg dögum saman
Og svo önnur
Vinna ef að á sér stað
ýmsa tefur hikið
Flesta hefur furðað hvað
Flosi sefur mikið
Eins og sést á vísunum þá eru þetta vísur um Flosa Ólafs og eru í DV í tengslum við viðtal við Flosa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 09:43
Stóra spurningin
Ætti ég að fara í vísindaferð á morgun eða ekki?
Glitnir hafa ákveðið að bjóða okkur í heimsókn og reyna að kynna okkur heim peninganna og svo eftir það er Pub Quiz þar sem bjórinn flæðir frítt
Annars er bara rólegt að frétta héðan, dansaði við Sixties um síðustu helgi og ætla að vera dugleg að læra um næstu helgi
Sit í agalega leiðinlegri kennslustund með honum Bjarna, maðurinn fékk stöðuhækkun því hann er svo lélegur kennari en sem betur fer þarf ég bara að umbera hann í 2 kennslustundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 18:47
Dansi dansi dúkkan mín...
... er eitt af uppáhaldslögum dóttur minnar, henni finnst æðislegt þegar við dönsum saman í hring með dúkkurnar
Ég er að fara á ball í kvöld með G og E, kannski verða S, S og Ö líka á ballinum og á þessu balli ætla ég að dansa af mér rassgatið! Það verður sko alveg geggjað gaman... Sixties er stuðhljómsveit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 14:45
Afhverju þarf maður að skrifa fyrirsögn??
Ég dansaði svo mikið á árshátíðinni á laugardagskvöldið að ég er með hælsæri! Ég skil ekki afhverju ég fer í háhælaða skó á svona viðburði, ég er ekki vön að ganga í háum hælum og kvöldið endar alltaf á að ég fæ illt í lappirnar en það var mikið gaman, mikið drukkið, mikið dansað og mjög mikið hlegið... Örn Árnason er snillingur ég get ekki sagt að sunnudagurinn hafi verið jafn skemmtilegur en rúmið á Grand Hótel var æðislegt
Við G vorum að taka eitt stykki fjármálapróf og ég er nokk viss um að það er ekkert sniðugt að taka próf þegar þynkan er enn til staðar
p.s. Sorry að ég vakti þig Skúli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 11:05
Edrú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2007 | 21:09
.....
Komin heim aftur Helgin var mjög skemmtileg þrátt fyrir þráláta bakverki
Fimmtudagurinn fór í að koma okkur mæðgum til Reykjavíkur, föstudeginum eyddi ég í að reyna að koma bakinu í lag og svo um kvöldið var smá fjölskyldumatarboð sem var alveg einstaklega skemmtilegt ég gat lítið verslað í Kringlunni á laugardeginum, frekar fúlt en svo um kvöldið, eftir eina hvítvínsflösku, var ég orðin eldhress og skellti mér á ball í Þorlákshöfn ef manni er illt í bakinu þá á maður víst að fara og hreyfa sig og ég dansaði sko af mér rassgatið á ballinu! það var virkilega gaman þrátt fyrir lélega mætingu hjá Þorlákshafnarbúum, það var troðið af Selfyssingum af yngri gerðinni
Næsta helgi verður ekki edrú frekar en síðustu helgar en svo ætla ég að fara að einbeita mér meira að skólabókunum, það er víst bara rúmur mánuður í prófin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 13:29
Veðrið
Það er kominn vetur þegar ég vaknaði í morgun þá var allt hvítt og fljúgandi hálka
Annars er það að frétta að síðasta helgi var frábær, það var drukkið, borðað og svo drukkið meira Vísindaferðin var sam ekkert spes, fengum ekki einu sinni að sjá framleiðsluna... bara horfa á eitthvða vídeo og hlusta á kynningarfulltrúann en bjórinn var mjög góður
Uhm það er enginn búin að bjóða mér í mat næstu helgi en ég er samt að spá í að fara suður ef að veður leyfir, veit reyndar ekki hvort ég nenni á reiðhallarballið í höfninni.... er ennþá að jafna mig eftir síðustu helgi
Sit núna heima með henni G minni og við erum á fullu að gera verkefni í gæðastjórnun... rosalega duglegar að læra Verkefnið er að finna vandamál hjá framleiðslufyrirtæki og reyna að laga það, við fengum strákana hjá BM Vallá í lið með okkur og ætlum að bjarga helluframleiðslu þeirra á Akureyri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2007 | 08:57
Bloggedíblogg
Ætli það sé ekki best að að blogga smá
Fjarnemarnir eru komnir á Akureyri... það verður sko stuð um helgina Út að borða og bjór í kvöld,- vísindaferð, pizza, bjór, bjór og svo meiri bjór á föstudagskvöldið og ávaxtahlaðborð og bjór á laugardagskvöldið úff hvað það er gaman að vera háskólanemi
Þrátt fyrir allan bjórinn þá er nú varla að ég þori að drekka... búin að vera reyklaus í viku og er dauðhrædd um að falla ef ég fæ mér bjór
Í næstu viku er verkefnavika í skólanum sem þýðir að það eru ekki neinar kennslustundir En að sjálfsögðu verð ég mjög dugleg að læra alla dagana og eftir miklar vangaveltur þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það er alveg hægt að læra fyrir sunnan Ég held að Dísa systir sé í helgarfríi helgina 19-21 okt og Anna Helga systir var eitthvað að tala um að bjóða mér í mat næst þegar ég kem
Mæli með að þið kíkjið á http://www.jax.blog.is/blog/jax/ snilldar færsla um eiginkonuforrit
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2007 | 17:43
Stjörnumerkin
Störnumerkin eftir að kynlífi lýkur!!
Hrútur: "Ok , gerum það aftur!?"
Naut: "Ég er svangur / svöng--- pöntum pizzu"
Tvíburi: "Veistu hvar fjarstýringin er?"
Krabbi: "Hvenær giftum við okkur??"
Ljón: "Var ég ekki frábær??"
Meyja: "Ég verð að þvo rúmfötin?"
Vog: "Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka"
Sporðdreki: "Ég ætti kannski að tengjast þér?"
Bogmaður: "Ekki hringja í mig - ég hringi í þig"
Steingeit: "Áttu nafnspjald?"
Vatnsberi: "Gerum það núna í engum fötum!"
Fiskur: "Hvað sagðist þú annars heita?"
Ég er naut... en þið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)